Innlent

Árni vill birta tölvupóstsamskipti sín við Þórhall

Árni Snævarr.
Árni Snævarr.

Deila Árna Snævarr og Þórhalls Gunnarsson heldur áfram því á bloggi sínu inni á Eyjunni hefur Árni birt opið bréf til Þórhalls þar sem hann mælist til þess að tölvupóstsamskipti þeirra á milli verði gerð opinber.

Í bréfinu segir Árni: „Sæll félagi, leiðinlegt hvernig þú tekur þessum skoðanaágreiningi okkar. Er ekki einfaldast að við birtum samskipti okkar á tölvupósti þannig að fólk geti lagt sjálfstætt mat á málið? Ég átta mig vel á þvi að sjaldan veldur einn þegar tveir deila en ef við birtum þetta getur almenningur lagt mat á málið. Stundum finnst mér þú gleyma því að þú vinnur ekki lengur hjá einkafyrirtæki eins og við gerðum saman í gamla daga. Mér dettur ekki í hug að birta þetta nema með þínu samþykki. Hins vegar tek ég það fram að vegna þess að ég veit að þú átt það til að hafa ekki tíma til að svara tölvupósti og skilaboðum, mun ég líta svo á að þögn sé sama og samþykk hafi mér ekki borist svar annað kvöld. Þekkjandi þig vinur veit ég að mesta fýlan verður farin úr þér eftr c.a. tuttugu ár.

Bið að heilsa bestu kveðjur Árni"

Deila Árna og Þórhalls snýst um þátt sem Árni gerði fyrir Samtök iðnaðarins um kosti og galla Evrópusambandsins. Þórhalli fannst þátturinn endurspegla einum of skoðanir Samtakanna og vildi því ekki sýna þáttinn í Sjónvarpinu. Árni uni þeirri niðurstöðu illa og sagði Þórhall ekki vilja sýna þáttinn sökum hræðslu við Sjálfstæðisflokkinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×