Innlent

Bankar vilja samstarf við REI

Andri Ólafsson skrifar
Kjartan Magnússon
Kjartan Magnússon

Kjartan Magnússon, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavík Energy Invest(REI), segir að nokkur fyrirtæki hafi haft samband til þess að opna á mögulegar viðræður um samstarf við REI í útrásarverkefnum á orkusviði.

Kjartan segir að þessir samstarfsmöguleikar verði skoðaðir.

"Við erum með REI í framtíðarstefnumótun. Í því sambandi erum við að íhuga marga kosti sem koma til greina. Hluti af þessari stefnumótun er meðal annars að gera úttekt á því í hvar möguleikar á samstarfi liggja."

Það hafa fyrirtæki haft samband með til þess að kanna möguleikann á samstarfi við REI. Enn aðrir hafa svo viljað koma á framfæri hugmyndum. Það er svo eitthvað sem við munum skoða," segir Kjartan.

Kjartan vill ekki segja hvaða fyrirtæki það eru sem hafi viðrað hugmyndir um samstarf en Vísir hefur heimildir fyrir því að Landsbankinn og Kaupþing séu á meðal þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×