Erlent

Rannsaka iPod Nano vegna ofhitnunar og neistaflugs

Japönsk yfirvöld rannsaka nú mögulega galla á rafhlöðum iPod Nano tónlistarspilarans. Tvö tilfelli hafa komið upp í Tokyo þar sem spilararnir hafa ofhitnaði og send frá sér neista.

AP fréttastofan hefur það eftir iðnaðarráðherra landsins að yfirvöld hafi haft samband við Apple, framleiðanda spilarans, vegna málsins. Grunur leiki á að rafhlöðunni sé um að kenna. Árið 2006 þurfti Apple að innkalla 1,8 milljón rafhlöður, sem Sony framleiddi, úr fartölvum sínum vegna ofhitnunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×