Innlent

Barist um borgarstjórastól sjálfstæðismanna

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna

Þrír af borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins gera tilkall til borgarstjórastólsins þegar flokkurinn fær hann í mars á næsta ári. Oddvitinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur, samkvæmt heimildum Vísis, leitað leiða á undanförnum vikum til að finna út hver af hinum sex borgarfulltrúum geti sest í stólinn ef hann ákveður að gefa hann frá sér.

Heimildir Vísis herma að þessir þrír borgarfulltrúar, sem ásælast stól borgarstjóra, séu Hanna Birna Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Júlíus Vífill Ingvarsson. Ekkert þeirra getur unað því að annað hinna fái embættið og því er komin upp pattstaða í málinu. Sömu heimildir herma að þetta sé svo mikið hitamál að hótanir um að ganga úr borgarstjórnarflokknum hafi heyrst á fundum.

Vilhjálmur vildi ekki tjá sig um leitina að eftirmanni hans í samtali við Vísi en sagði að þessi mál væru í „stanslausri skoðun".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×