Innlent

Aðstoðuðu fólk við að flytja þunga húsmuni

Um það bil þrjátíu björgunarsveitarmenn voru í allan gærdag að aðstoða fólk á jarðskjálftasvæðinu við að koma þungum húsmunum á sinn stað og sitthvað fleira.

Þá girtu þeir af 23 hús á svæðinu, sem lýsta hafa verið óíbúðarhæf. Ekki liggur fyrir hvort þau verða rifin eða hvort gert verður við þau.

Selfyssingar fundu aðeins einn skjálfta í gærkvöldi og var hann ekki snarpur, en fjölmargir eftirskjálftar mældust. Innbú eru ekki sjálfkrafa tryggð nema húseigendur hafi tekið sérstaka innbústryggingu, en Viðlagatrygging tryggir húsnæðið sjálft, samkvæmt lögbundinni brunatryggingu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×