Fyrst er að efast María Kristjánsdóttir skrifar 22. apríl 2008 12:25 Það er margt sem áhugavert væri að skoða þegar rætt er samfélagslegt hlutverk leikhússins. Skoða mætti til dæmis hvaða áhrif talvan hefur haft á leikhúsið. Með tilkomu kvikmynda, útvarps og sjónvarps í upphafi tuttugustu aldar endurnýjaði leikhúsið sig ýmist með því að nýta sér margar aðferðir hinna nýju miðla eða efla sjálfan grunn listarinnar að leika. En hefur talvan breytt hlutverki leikhússins? Hefur leikhúsið endurnýjað sig? Eða er leikhúsið að þróast í þá átt að verða jaðarfyrirbæri í íslenskri menningu? Svo er það líka okkar nýi veruleiki. Þar sem allt er sett á svið. Er leikhúsið ekki orðið að nokkurs konar líkani fyrir samfélagið? Það sjálft aðeins lítill leikur í stóra leiknum þarsem bílar eru frumsýndir og stjórnmálamenn hannaðir. Og hvert er þá hlutverk þess? Ég ætla ekki að tala um þetta, ég ætla að tala um grunninn undir nýja veruleikann. Hið svokallaða "frjálsa" markaðskerfi eða óhefta kapitalismann. Enda er hann æ meir að ryðja sér til rúms í leikhúsinu og setja svip sinn á orð og hugmyndir leikhúsfólks um heiminn. Um hríð hefur mikill samhugur ríkt um það í samfélaginu að "frjálst markaðskerfi" sé eina hagkerfið sem mannkynið hafi um að velja. Þegar svokölluð kommúnistaríki hrundu var öllum hugmyndum um önnur þjóðfélagsform en það hagkerfi, sem byrjaði reyndar að þróast hér í Evrópu á átjándu öld og kallað er kapitalismi, sópað út af borðinu. Á "frjálsum" markaði hins óhefta kapitalisma gildir lögmálið um framboð og eftirspurn. Allt er óþarft sem ekki er hægt að selja á markaðnum með gróða, eða ekki er hægt að ná fram gróða með. Enginn munur er gerður á þörfum samfélagsins og þörfinni að græða. Notagildi og sannindi víkja fyrir þessari gróðaþörf. Því lögmálið segir: án gróða getur kapitalið ekki fjárfest að nýju. Án nýrra fjárfestinga verður enginn hagvöxtur. Og enginn hagvöxtur leiðir til atvinnuleysis. Þetta lögmál markaðarins er ekki sett fram sem einhver tilgáta jafnvel ekki sem fullyrðing heldur sem helgisaga, ný trúarbrögð. Og allir trúa þessu. Einkum þó því að engar þarfir séu til nema þær sem bjóða má til sölu á markaði. Allir trúa því að ekkert kerfi nema markaðskerfið sé tiltækt til að komast að því hvað er nothæft. Leggja verði mat á alla hluti út frá gróðamöguleikum þeirra. Þessi trúarbrögð hafa fengið viðskiptafræðideildir, viðskiptaháskóla til að bólgna út. Leikhúsfólk sækir sér framhaldsmenntun í viðskiptanám, ekki heimspeki, fagurfræði. Og það er til dæmis á grundvelli þessara trúarbragða sem borgarstjórn hefur sett Borgarleikhúsi þannig reglur að nú státa forsvarsmenn þess sér af því að reka það sem fyrirtæki með gróða. Ýmislegt sem hefur verið að gerast og fréttst hefur innan úr Þjóðleikhúsi bendir til þess að menn þar á bæ séu einnig farnir að tileinka sér þetta hugarfar. Þar hefur tala fastráðinna leikara hrapað niður, vegna þess því er trúað að leikarar séu bara vara á samkeppnismarkaði. Líkt og ódýra vinnuaflið sem flutt er á milli landa eins og kvikfénaður í kjölfar alþjóðavæðingar þessa hagkerfis , -þá eiga æ fleiri íslenskir leikarar og leikhúsfólk hvergi heima. Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið voru reyndar líka byggð af samfélagi sem var kapitalískt. En kapitalísku samfélagi sem menn höfðu komið ákveðnum böndum á eftir Kreppuna miklu. Þar var talið að leikhús væri að vísu óþarfa lúxus, en óþarfi sem væri nauðsynlegur, jafnvel fögur sóun. Því listir og vísindi sköpuðu reynslu, þekkingu, hugmyndir, nýjungar, efldu manngildið. Og þá er komið að aðalgallanum sem innbyggður er í "frjálsa" markaðskerfið, óhefta kapitalismann. Hann gerir hvergi ráð fyrir manngildinu. Hann gerir hvergi ráð fyrir manninum, manninum sem hugsandi tilfinningaveru og þeim þörfum sem af því skapast. Þarfir eru, eins og áður sagði, bara það sem hægt er að setja á markað, aðrar þarfir eru ekki til. Og þó þetta hljómi fáránlega þá er þessu trúað. Af því að einn ríkjandi þáttur í "frjálsu" markaðssamfélagi er að það krefst þess að vera ekki dregið í efa. Það má alls ekki. Öll skulum við sitja saman pen og prúð á miðjunni! Laus við hugmyndafræði, laus við stjórnmál.Kerfið er einfaldlega satt vegna þess að það er. Samasem merki hefur líka verið sett á milli þess og menningar, frelsis og einstaklingshyggju. Hlutirnir hafa meira að segja gengið svo langt að sumir eru farnir að nota frjálsa markaðinn sem samheiti fyrir mikilvæga orðið: lýðræði. Svo hvernig getur nokkur vogað sér að draga kerfið í efa? Trúarbrögð dregur maður ekki í efa. En af hverju ekki? Getur verið að lausnin sé fundin í eitt skipti fyrir öll? Engin önnur form mannlegs samfélags séu hugsanleg en þar sem gróðinn stýrir för? Hefur ímyndunaraflið yfirgefið okkur? Ég held reyndar að það sé lífsspursmál fyrir leikhúsið, fyrir samfélagið, jafnvel fyrir heiminn allan að við drögum þetta hagkerfi í efa. Og hvað leikhúsið sérstaklega varðar þá hefur það jafnan talist ein af skyldum þess að reyna að sinna þeim þörfum sem skapast af því að maðurinn er hugsandi tilfinningavera. Það er því út í hött fyrir leikhúsfólk að ræða samfélagslegt hlutverk sitt ef það byrjar ekki á að draga það samfélag í efa sem mun, ef fer fram sem horfir, útrýma öllu úr leikhúsi nema því sem hægt er að græða á. Og af hverju tek ég þetta upp hér og nú, en tala ekki um kaþarsis og hámenningu? Kannski vegna þess að í sumar sem leið ók ég um Norðurland og Austfirði en á því landsvæði átti ég lögheimili í nær þrjátíu ár. Margt hefur breyst þar undanfarið. Gróðahyggjan, kvótakerfi hafa rústað byggðum, bændur eru horfnir af búum sínum, smábátum hefur fækkað, kaupfélögin eru horfin en gistiheimili hafa risið og söfn. Sædýrasöfn, iðnaðarsöfn, steinasöfn, byggðasöfn, smámunasöfn. Á Seyðisfirði var nagli hamraður til yfir eldi fyrir mig, í Eyjafirði gekk ég milli glerskápa og borða þarsem komið hafði verið fyrir hundrað, þúsund, eða hundrað þúsund nöglum sem hirðusamur maður hafði sánkað að sér úr búðum og byggingarframkvæmdum. Elsti naglinn var frá átjándu öld. Landsbyggðin er smátt og smátt að breytast í safn yfir líf sem einu sinni var. Og frammi fyrir þeirri staðreynd, hugsaði ég: Þannig mun einnig fara fyrir leikhúsinu nema fólkið innan þess horfist í augu við það hagkerfi sem það lifir í og fari að draga það í efa. Höfundur er leikstjóri Styttri útgáfu af greininni birtist í Menningu, fylgiriti Fréttablaðsins, þann 20. apríl síðastliðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Það er margt sem áhugavert væri að skoða þegar rætt er samfélagslegt hlutverk leikhússins. Skoða mætti til dæmis hvaða áhrif talvan hefur haft á leikhúsið. Með tilkomu kvikmynda, útvarps og sjónvarps í upphafi tuttugustu aldar endurnýjaði leikhúsið sig ýmist með því að nýta sér margar aðferðir hinna nýju miðla eða efla sjálfan grunn listarinnar að leika. En hefur talvan breytt hlutverki leikhússins? Hefur leikhúsið endurnýjað sig? Eða er leikhúsið að þróast í þá átt að verða jaðarfyrirbæri í íslenskri menningu? Svo er það líka okkar nýi veruleiki. Þar sem allt er sett á svið. Er leikhúsið ekki orðið að nokkurs konar líkani fyrir samfélagið? Það sjálft aðeins lítill leikur í stóra leiknum þarsem bílar eru frumsýndir og stjórnmálamenn hannaðir. Og hvert er þá hlutverk þess? Ég ætla ekki að tala um þetta, ég ætla að tala um grunninn undir nýja veruleikann. Hið svokallaða "frjálsa" markaðskerfi eða óhefta kapitalismann. Enda er hann æ meir að ryðja sér til rúms í leikhúsinu og setja svip sinn á orð og hugmyndir leikhúsfólks um heiminn. Um hríð hefur mikill samhugur ríkt um það í samfélaginu að "frjálst markaðskerfi" sé eina hagkerfið sem mannkynið hafi um að velja. Þegar svokölluð kommúnistaríki hrundu var öllum hugmyndum um önnur þjóðfélagsform en það hagkerfi, sem byrjaði reyndar að þróast hér í Evrópu á átjándu öld og kallað er kapitalismi, sópað út af borðinu. Á "frjálsum" markaði hins óhefta kapitalisma gildir lögmálið um framboð og eftirspurn. Allt er óþarft sem ekki er hægt að selja á markaðnum með gróða, eða ekki er hægt að ná fram gróða með. Enginn munur er gerður á þörfum samfélagsins og þörfinni að græða. Notagildi og sannindi víkja fyrir þessari gróðaþörf. Því lögmálið segir: án gróða getur kapitalið ekki fjárfest að nýju. Án nýrra fjárfestinga verður enginn hagvöxtur. Og enginn hagvöxtur leiðir til atvinnuleysis. Þetta lögmál markaðarins er ekki sett fram sem einhver tilgáta jafnvel ekki sem fullyrðing heldur sem helgisaga, ný trúarbrögð. Og allir trúa þessu. Einkum þó því að engar þarfir séu til nema þær sem bjóða má til sölu á markaði. Allir trúa því að ekkert kerfi nema markaðskerfið sé tiltækt til að komast að því hvað er nothæft. Leggja verði mat á alla hluti út frá gróðamöguleikum þeirra. Þessi trúarbrögð hafa fengið viðskiptafræðideildir, viðskiptaháskóla til að bólgna út. Leikhúsfólk sækir sér framhaldsmenntun í viðskiptanám, ekki heimspeki, fagurfræði. Og það er til dæmis á grundvelli þessara trúarbragða sem borgarstjórn hefur sett Borgarleikhúsi þannig reglur að nú státa forsvarsmenn þess sér af því að reka það sem fyrirtæki með gróða. Ýmislegt sem hefur verið að gerast og fréttst hefur innan úr Þjóðleikhúsi bendir til þess að menn þar á bæ séu einnig farnir að tileinka sér þetta hugarfar. Þar hefur tala fastráðinna leikara hrapað niður, vegna þess því er trúað að leikarar séu bara vara á samkeppnismarkaði. Líkt og ódýra vinnuaflið sem flutt er á milli landa eins og kvikfénaður í kjölfar alþjóðavæðingar þessa hagkerfis , -þá eiga æ fleiri íslenskir leikarar og leikhúsfólk hvergi heima. Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið voru reyndar líka byggð af samfélagi sem var kapitalískt. En kapitalísku samfélagi sem menn höfðu komið ákveðnum böndum á eftir Kreppuna miklu. Þar var talið að leikhús væri að vísu óþarfa lúxus, en óþarfi sem væri nauðsynlegur, jafnvel fögur sóun. Því listir og vísindi sköpuðu reynslu, þekkingu, hugmyndir, nýjungar, efldu manngildið. Og þá er komið að aðalgallanum sem innbyggður er í "frjálsa" markaðskerfið, óhefta kapitalismann. Hann gerir hvergi ráð fyrir manngildinu. Hann gerir hvergi ráð fyrir manninum, manninum sem hugsandi tilfinningaveru og þeim þörfum sem af því skapast. Þarfir eru, eins og áður sagði, bara það sem hægt er að setja á markað, aðrar þarfir eru ekki til. Og þó þetta hljómi fáránlega þá er þessu trúað. Af því að einn ríkjandi þáttur í "frjálsu" markaðssamfélagi er að það krefst þess að vera ekki dregið í efa. Það má alls ekki. Öll skulum við sitja saman pen og prúð á miðjunni! Laus við hugmyndafræði, laus við stjórnmál.Kerfið er einfaldlega satt vegna þess að það er. Samasem merki hefur líka verið sett á milli þess og menningar, frelsis og einstaklingshyggju. Hlutirnir hafa meira að segja gengið svo langt að sumir eru farnir að nota frjálsa markaðinn sem samheiti fyrir mikilvæga orðið: lýðræði. Svo hvernig getur nokkur vogað sér að draga kerfið í efa? Trúarbrögð dregur maður ekki í efa. En af hverju ekki? Getur verið að lausnin sé fundin í eitt skipti fyrir öll? Engin önnur form mannlegs samfélags séu hugsanleg en þar sem gróðinn stýrir för? Hefur ímyndunaraflið yfirgefið okkur? Ég held reyndar að það sé lífsspursmál fyrir leikhúsið, fyrir samfélagið, jafnvel fyrir heiminn allan að við drögum þetta hagkerfi í efa. Og hvað leikhúsið sérstaklega varðar þá hefur það jafnan talist ein af skyldum þess að reyna að sinna þeim þörfum sem skapast af því að maðurinn er hugsandi tilfinningavera. Það er því út í hött fyrir leikhúsfólk að ræða samfélagslegt hlutverk sitt ef það byrjar ekki á að draga það samfélag í efa sem mun, ef fer fram sem horfir, útrýma öllu úr leikhúsi nema því sem hægt er að græða á. Og af hverju tek ég þetta upp hér og nú, en tala ekki um kaþarsis og hámenningu? Kannski vegna þess að í sumar sem leið ók ég um Norðurland og Austfirði en á því landsvæði átti ég lögheimili í nær þrjátíu ár. Margt hefur breyst þar undanfarið. Gróðahyggjan, kvótakerfi hafa rústað byggðum, bændur eru horfnir af búum sínum, smábátum hefur fækkað, kaupfélögin eru horfin en gistiheimili hafa risið og söfn. Sædýrasöfn, iðnaðarsöfn, steinasöfn, byggðasöfn, smámunasöfn. Á Seyðisfirði var nagli hamraður til yfir eldi fyrir mig, í Eyjafirði gekk ég milli glerskápa og borða þarsem komið hafði verið fyrir hundrað, þúsund, eða hundrað þúsund nöglum sem hirðusamur maður hafði sánkað að sér úr búðum og byggingarframkvæmdum. Elsti naglinn var frá átjándu öld. Landsbyggðin er smátt og smátt að breytast í safn yfir líf sem einu sinni var. Og frammi fyrir þeirri staðreynd, hugsaði ég: Þannig mun einnig fara fyrir leikhúsinu nema fólkið innan þess horfist í augu við það hagkerfi sem það lifir í og fari að draga það í efa. Höfundur er leikstjóri Styttri útgáfu af greininni birtist í Menningu, fylgiriti Fréttablaðsins, þann 20. apríl síðastliðinn.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun