Síðasta mót David Coulthard um næstu helgi 29. október 2008 10:38 David Coulthard dregur sig í hlé í Formúlu 1 sem ökumaður, en mun starfa sem ráðgjafi Red Bull og liðsinnis BBC í sjónvarpsútsendingum að hluta til. mynd: kappakstur.is Skotinn David Coulthard ekur í síðasta Formúlu 1 móti sínu í Brasilíu um næstu helgi. Hann lýkur ferlinum með Red Bull, en hefur ekið með Williams og McLaren. Coulthard á 13 gullverðlaun upp í hillu hjá sér og ók í níu ár með McLaren liðinu, m.a. með Mika Hakkinen. Coulthard fékk sitt fyrsta tækifæri í Formúlu 1 við hliðina á Damon Hill, eftir sviplegt dauðsfall Ayrton Senna á Imola brautinni á Ítaliu árið 1994. "Ég hlakka til mótsins í Brasilíu. Ég vann í Brasilíu árið 2000 og hef nokkrum sinnum komist á verðlaunapall og hugsa mér því gott til glóðarinnar. Ég er búinn að biðja andstæðinga mína að fara varlega í fyrstu beygju, svo ég getið lokið ferlinum í góðu sæti. En ég er viss um að þegar bílarnir verða ræstir af stað, þá muni kappið ráða hjálpsemi ofurliði", segir Coulthard um síðasta mót sitt í Formúlu 1. Coulthard mun ekki hverfa á brott frá Formúlu 1. Hann verður áfram hjá Red Bull sem ráðgjafi og mun einnig koma að málum hjá BBC sjónvarpsstöðinni á næsta ári, sem tekur við af ITV. Fjallað verður um Coulthard í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudaginn ásamt umfjöllun um titilslag Lewis Hamilton og Felipe Massa. Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Skotinn David Coulthard ekur í síðasta Formúlu 1 móti sínu í Brasilíu um næstu helgi. Hann lýkur ferlinum með Red Bull, en hefur ekið með Williams og McLaren. Coulthard á 13 gullverðlaun upp í hillu hjá sér og ók í níu ár með McLaren liðinu, m.a. með Mika Hakkinen. Coulthard fékk sitt fyrsta tækifæri í Formúlu 1 við hliðina á Damon Hill, eftir sviplegt dauðsfall Ayrton Senna á Imola brautinni á Ítaliu árið 1994. "Ég hlakka til mótsins í Brasilíu. Ég vann í Brasilíu árið 2000 og hef nokkrum sinnum komist á verðlaunapall og hugsa mér því gott til glóðarinnar. Ég er búinn að biðja andstæðinga mína að fara varlega í fyrstu beygju, svo ég getið lokið ferlinum í góðu sæti. En ég er viss um að þegar bílarnir verða ræstir af stað, þá muni kappið ráða hjálpsemi ofurliði", segir Coulthard um síðasta mót sitt í Formúlu 1. Coulthard mun ekki hverfa á brott frá Formúlu 1. Hann verður áfram hjá Red Bull sem ráðgjafi og mun einnig koma að málum hjá BBC sjónvarpsstöðinni á næsta ári, sem tekur við af ITV. Fjallað verður um Coulthard í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudaginn ásamt umfjöllun um titilslag Lewis Hamilton og Felipe Massa.
Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira