Tryggvi fullvissar breska sparifjáreigendur á BBC 4. október 2008 16:33 Tryggvi Þór Herbertsson. Tryggvi Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafi íslensku ríkisstjórnarinnar var í viðtali í breska ríkisútvarpinu BBC í hádeginu þar sem hann fullvissaði breska sparifjáreigendur um það að innistæður þeirra í íslensku bönkunum Kaupþingi og Landsbanka væru öruggar. Innlánsreikningar bankanna í Bretlandi hafa notið mikilla vinsælda og hundruð þúsunda Breta hafa lagt fé sitt inn á Icesave og Kaupthing Edge. Í kjölfar fregna af erfiðleikum í íslensku efnahagslífi hafa breskir viðskiptavinir nú vaxandi áhyggjur af innistæðum sínum. Ásamt Tryggva Þór sat Mark Sismey-Durrant, framkvæmdastjóri Icesave fyrir svörum í þættinum Money Box á Radio 4. Hann fullvisaði breska hlustendur um að inneignir þeirra væru ekki í hættu. Á BBC er þeirri spurningu velt upp hvort íslenska ríkið hafi bolmagn í að bjarga bönkunum fari allt á versta veg í ljósi þess að Landsbankinn og Kaupthing eru mun stærri en íslenska hagkerfið. En Tryggvi sagði í viðtalinu að yfirvöld gætu, og myndu, grípa inn í ef til þess kæmi. „Það er öruggt að við myndum bjarga banka, öruggt," sagði Tryggvi. Hann sagði einnig að þótt bankakerfið á Íslandi væri mjög stórt í samanburði við efnahagskerfið þá væri ríkisstjórnin viss um hún gæti haft stjórn á vandanum þar sem efnahagsreikningur bankans sé í raun mjög góður. Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar hafa margir viðskiptavinir Icesave minnkað innistæður sínar til þess að þær séu minni en tryggingin sem ríkisstjórnir Íslands og Bretlands ábyrgjast. En síðustu daga hafa þúsundir viðskiptavina opnað reikninga hjá Icesave til þess að dreifa áhættunni, en íslensku bankarnir eru ekki þeir einu sem lent hafa í hremmingum síðustu vikur. Innlán breskra sparifjáreigenda eru tryggð að 50 þúsund pundum. Hjá Icesave er því þannig fyrir komið að íslenska ríkið ábyrgist fyrstu 20 þúsund evrurnar af þeirri upphæð. Hægt er að hlusta á viðtalið á þessari slóð. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafi íslensku ríkisstjórnarinnar var í viðtali í breska ríkisútvarpinu BBC í hádeginu þar sem hann fullvissaði breska sparifjáreigendur um það að innistæður þeirra í íslensku bönkunum Kaupþingi og Landsbanka væru öruggar. Innlánsreikningar bankanna í Bretlandi hafa notið mikilla vinsælda og hundruð þúsunda Breta hafa lagt fé sitt inn á Icesave og Kaupthing Edge. Í kjölfar fregna af erfiðleikum í íslensku efnahagslífi hafa breskir viðskiptavinir nú vaxandi áhyggjur af innistæðum sínum. Ásamt Tryggva Þór sat Mark Sismey-Durrant, framkvæmdastjóri Icesave fyrir svörum í þættinum Money Box á Radio 4. Hann fullvisaði breska hlustendur um að inneignir þeirra væru ekki í hættu. Á BBC er þeirri spurningu velt upp hvort íslenska ríkið hafi bolmagn í að bjarga bönkunum fari allt á versta veg í ljósi þess að Landsbankinn og Kaupthing eru mun stærri en íslenska hagkerfið. En Tryggvi sagði í viðtalinu að yfirvöld gætu, og myndu, grípa inn í ef til þess kæmi. „Það er öruggt að við myndum bjarga banka, öruggt," sagði Tryggvi. Hann sagði einnig að þótt bankakerfið á Íslandi væri mjög stórt í samanburði við efnahagskerfið þá væri ríkisstjórnin viss um hún gæti haft stjórn á vandanum þar sem efnahagsreikningur bankans sé í raun mjög góður. Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar hafa margir viðskiptavinir Icesave minnkað innistæður sínar til þess að þær séu minni en tryggingin sem ríkisstjórnir Íslands og Bretlands ábyrgjast. En síðustu daga hafa þúsundir viðskiptavina opnað reikninga hjá Icesave til þess að dreifa áhættunni, en íslensku bankarnir eru ekki þeir einu sem lent hafa í hremmingum síðustu vikur. Innlán breskra sparifjáreigenda eru tryggð að 50 þúsund pundum. Hjá Icesave er því þannig fyrir komið að íslenska ríkið ábyrgist fyrstu 20 þúsund evrurnar af þeirri upphæð. Hægt er að hlusta á viðtalið á þessari slóð.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira