Erlent

Evrópuríki ætla að samræma aðgerðir sínar

Stærstu ríki Evrópu hafa samþykkt að vinna saman að aðgerðaráætlun til að styðja við fjármálastofnanir. Hins vegar stendur ekki til að stofna sameiginlegan björgunarsjóð.

Nicholas Sarkozy Frakklandsforseti, sem gegnir formennsku í ESB, tók á móti leiðtogum Breta, Þjóðverja og Ítala í París. „Sérhver ríkisstjórn mun starfa með sínum eigin aðferðum og á sínum eigin forsendum, en á samræmdan máta," sagði Sarkozy í samtali við blaðamenn eftir fundinn. Þá boðar Sarkozy refsingar gegn stjórnendum þeirra banka sem þurfa opinbera aðstoð.

Dominique Strauss-Kahn, yfirmaður Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, átti fund með Sarkozy áður en hann tók á móti leiðtogum hinna ríkjanna. Hann kvatti Evrópusambandið til að samræma aðgerðir sínar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×