Innlent

Rotaður í Reykjanesbæ

Tvær líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu í nótt. Báðar áttu sér stað í miðbæ Reykjanesbæjar. Í öðru tilfellinu var maður sleginn niður utan við skemmtistað þannig að hann lá rotaður á eftir.

Sá var fluttur til sjúkrahúss í Reykjavík og var talinn kjálkabrotinn. Árásarmaðurinn var síðan handtekinn inni á skemmtistaðnum og gistir fangageymslu. Skýrsla verður tekin af honum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×