Innlent

Myndi ekki þiggja borgarstjórastólinn

Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ.
Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ. MYND/365

Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ var gestur Sigmundar Ernis Rúnarssonar í Mannamáli nú í kvöld. Árni ræddi um uppbygginguna á Reykjanesi, ófarir Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og borgarstjórastólinn sjóðheita.

Árni sagðist hafa fengið nóg eftir að hann tapaði sínum seinni borgarstjórnarkosningum árið 1998. Viðurkenndi hann að hafa fengið upp í kok og talaði um andstæðinga sem væru til í að ganga langt og fara inn á einkalíf fólks.

Síðan var honum boðið að taka við bæjarstjórastólnum í Reykjanesbæ og sér hann ekki eftir að hafa tekið því. Mikil uppbygging hefur verið á Reykjanesinu og hefur Árni náði miklum árangri sem hann þakkar fólkinu sem hann vinnur með.

Aðspurður um ófarir Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sagðist hann líta á þetta svokallað REI mál sem rugl umræðu. Hann sagði það sem hafa gerst sé að Sjálfstæðisflokkurinn sé óvanur að vinna með öðrum og kunni í raun ekki að vera í minnihluta án þess að vera einn.

„Þeir virstust síðan hafa náð saman en gleymdu þessum eina sem var með þeim í samstarfi,“ sagði Árni.

Sigmundur spurði Árna síðan að lokum hvert svar hans yrði ef honum yrði boðinn borgarstjórastóllinn í Reykjavík. „Nei takk, og það er einlægt," sagði Árni sem er sáttur í þeim verkefnum að byggja upp Reykjanes og því verkefni er ekki lokið að sögn Árna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×