Innlent

Búið að slökkva eldinn á Dalbraut

Nokkuð greiðlega gekk að slökkva eld sem kom upp í íbúð aldraðra við Dalbraut 27 í Reykjavík. Slökkviliðið fékk tilkynningu um eldinn klukkan 17:15 og korteri síðar var búið að ganga úr skugga um að enginn eldur væri í húsinu.

Eldurinn kom upp í íbúð á annarri hæð hússins en þar eru þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Ekki er vitað um eldsupptök en nokkrir aðilar úr húsinu voru fluttir á slysadeild.

Í fréttatilkynningu frá lögreglunni segir að einn íbúi hafi verið í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp þegar lögregla kom á vettvang. Aðilinn var sóttur og fluttur á Slysadeild nokkkuð slasaður.

Þokkalega gekk að koma fólkinu út úr húsi en slökkviliðið er enn á staðnum að reykræsta og ganga frá.

Nokkrir sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum voru á staðnum með húsbíl og buðu fram aðstoð sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×