Erlent

Handtóku yfir 120 á Spáni vegna barnakláms

MYND/E.Ól

Spænska lögreglan hefur handtekið 121 mann í stærstu aðgerð þar í landi gegn barnaklámshringjum.

Um leið lagði lögreglan hald á tölvubúnað og milljónir barnaklámmynda, þar á meðal myndir af fjölskyldumeðlimum sumra hinnan handteknu. Ráðist var í aðgerðirnar í samstarfi við lögregluyfirvöld í Brasilíu og tóku 800 spænskir lögreglumenn þátt í þeim og leituðu á yfir 200 heimilum. Reuters segir frá því að hinir handteknu hafi komið úr öllum stigum þjóðfélagsins og verið allt frá unglingum til gamlingja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×