Erlent

Áframhaldandi átök í Georgíu

Rússneskir hermenn í Abkasíu, öðru héraði í Georgíu sem berst fyrir sjálfstæði. MYND/AP
Rússneskir hermenn í Abkasíu, öðru héraði í Georgíu sem berst fyrir sjálfstæði. MYND/AP

Aðskilnaðarsinnar í sjálfstjórnarhéraðinu Abkhazía í Georgíu hafa hafið mikla gagnsókn gegn georíska stjórnarhernum á svæðinu í því augnarmiði að hrekja herinn frá hernaðarlega mikilvægum svæðum.

Abkhazía er talsvert stærra hérað en Suður-Ossetía en þar hefur verið barist hvað mest undanfarna daga. Svæðið varð að sjálfstjórnarhéraði innan Georgíu þegar Sovétríkin liðu undir lok á seinustu öld.

Stjórnarher Georgíu hefur nú hörfað frá Suður-Ossetíu eftir mikil átök.

Nicolas Sarkozy Frakkalandsforseti reynir að miðla málum en síðustu mánuði hafa Frakkar gegnt formennsku í Evrópusambandinu. Sarkozy mun hitta Dmitry Medvedev, forseta Rússland, í dag áður en hann heldur til Georgíu og hittir starfsbróður sinn Mikhail Saakashvili. Á sama tíma gagnrýnir George Bush, Bandaríkjaforseti, framferði Rússa harðlega og gaf í skyn í gær að þeir hafi hug á að kolvarpa ríkisstjórn Saakashvili.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×