Innlent

Fjöldauppsagnir hjá steypustöðinni Mest

Steypustöðin Mest, sem hefur höfuðstöðvar í Hafnarfirði en selur steypu á öllu höfuðborgarsvæðinu, hefur gripið til fjöldauppsagna og segir upp 30 starfsmönnum nú um mánaðamótin.

Á undanförnum mánuðum hefur nokkrum tugum starfsmanna þegar verið sagt upp, sem rekja má til samdráttar í byggingariðnaðinum.

Í tilkynningu forstjórans til starfsmanna nú, segir meðal annars að í dag sé nánast ómögulegt að fá skammtímafjármagn hjá lánastofnunum til að létta róðurinn. Þrátt fyrir að hluthafar hafi aukið hlutafé, dugi það ekki og grípa verði til uppsagna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×