Erlent

Stálu tveimur verkum eftir Picasso

Vopnaðir ræningjar í Sao Paulo í Brazilíu rændu tveimur verkum eftir Picasso og tveimur verkum eftir þekkta brasilíska listamenn.

Ræningjarnir sáust á öryggismyndavélum í sölum gallerís í borginni en ránið var framið um miðjan dag í gær.

Þetta er í annað sinn á sex mánuðum sem verkum eftir Picasso er rænt í Sao Paulo. Verkin sem stolið var nú eru metin á nær 50 milljónir króna. Eigendur gallerísins segja að þeir hafi verið tryggðir fyrir ráninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×