Innlent

Eldur í gámi við 365

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Eldur kom upp í ruslagámi við austurenda húsnæðis 365 í Skaftahlíð um klukkan 4:30 í morgun. Það öryggisvörður frá Securitas sem varð eldsins var.

Öryggisvörðurinn brá skjótt við og tæmdi tvö slökkvitæki á gáminn sem dugði þó ekki til svo kallað var til slökkvilið. Vakthafandi varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu staðfesti þetta í samtali við Vísi rétt í þessu og sagði öruggt að um íkveikju hefði verið að ræða. Að auki sagði hann frá því að slökkvilið hefði slökkt eld sem kviknaði í mannlausri bifreið við Suðurlandsbraut í gærkvöldi en hefði að öðru leyti átt frekar rólega vakt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×