Innlent

Ítreka beiðni til dómsmálaráðherra um hópmálsóknir

Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna
Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna

Neytendasamtökin ítreka fyrri beiðni sína frá 12. apríl 2006 í bréfi til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra að hann beiti sér fyrir því að samið verði frumvarp um hópmálsókn. Þetta kemur fram í bréfi sem Neytendasamtökin hafa sent ráðherra og er birt á heimasíðu samtakanna.

Benda Neytendasamtökin á að víða á Norðurlöndum eru nú þegar fyrir hendi slík lög og á vettvangi Evrópusambandsins er einnig mikil umræða um nauðsyn slíkrar lagasetningar. Í bréfinu er samráð olíufélaganna notað sem dæmi um þörfina en þá leituðu samtökin til almennings eftir upplýsingum um viðskipti sín við olíufélögin. Á annað hundrað neytendur urðu við beiðninni.

Bréf Neytendasamtakanna má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×