Innlent

Árás Jóns Trausta á Pólverja ekki kærð

Jón Trausti Lúthersson. Fékk fimm mánaða dóm fyrir tvær líkamsárásir, situr inni fyrir eldri árás.
Jón Trausti Lúthersson. Fékk fimm mánaða dóm fyrir tvær líkamsárásir, situr inni fyrir eldri árás.

Fáfnismaðurinn Jón Trausti Lúthersson var ekki ákærður fyrir að ráðast á Pólverja á veitingastað í Reykjanesbæ sama kvöld og hann framdi tvær líkamsárásir sem hann var dæmdur fyrir í gær. Fulltrúi lögreglustjórans á Suðurnesjum segir að kæra hafi ekki borist frá pólverjanum.

Jón Trausti hefur hafið afplánun fyrir aðra líkamsárás.

"Það kemur fram í dómnum að samkvæmt vitni hafi Jón Trausti ráðist á Pólverja fyrr um kvöldið en okkur barst ekki nein kæra út af því," segir Júlíus Magnússon, fulltrúi Lögreglustjóra hjá Lögreglunni á Suðurnesjum.

Í dómnum heldur vitni því fram að Jón Trausti hafi barið Pólverjann með glerglasi í höfuðið, lögreglumaður hafi komið á vettvang og fylgt Pólverjanum burt.

Stuttu eftir þetta atvik gekk Jón Trausti í skrokk á konu á efri hæð staðarins þar sem um fimmtán leðurklæddir meðlimir Fáfnis klúbbsins sátu að sumbli. Um nóttina skallaði Jón Trausti svo mann í höfuðið inn á veitingastaðnum og nefbraut hann.

Jón Trausti var dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir síðari tvær árásárnir en árásin á Pólverjann virðist óupplýst.

"Ef okkur berst ekki kæra er ekkert sem við getum gert," segir Júlíus. Spurður hvort lögreglumaðurinn sem sagður er hafa mætt á vettvang hafi ekki átt að gera skýrslu um málið eða grípa til aðgerða segir Júlíus:

"Þetta með Pólverjann er byggt á frásögn eins vitnis og erfitt að greina hvort það sé satt og rétt.

Jón Trausti situr nú í fangelsi vegna eldri líkamsárásar. Hann gekk í skrokk á manni skammt frá félagsheimili Fáfnis í miðbænum og meig yfir hann. Jón Trausti er einnig þekktur fyrir tengsl sín við glæpasamtökin Hells Angels.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×