AGS lánaði meir í nóvember en síðustu fimm árin 26. nóvember 2008 10:58 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur veitt meir af lánum í nóvember en á síðustu fimm árum. Nema lán AGS í nóvember tæplega 42 milljörðum dollara eða um 5.500 milljörðum kr.. Aldrei áður í sögu AGS hefur verið jafmikið að gera hjá sjóðnum og í nóvember. Fyrir utan Ísland hefur sjóðurinn veitt lán til Úkraníu, Ungverjalands og Pakistan. Og í biðröðinni eftir lánum eru nú Tyrkland, Serbía, Hvítrússland og Litháen. Þar með er Austur-Evrópa í heild sinni að komast undir skjól AGS svipað og Suðaustur-Asía gerði fyrir áratug síðan. Í umfjöllun um málið á Bloomberg-fréttaveitunni segir Simon Johanson fyrrum aðalhagfræðingur AGS að það sem sé hreint ótrúlegt við þróunina nú er að fyrir aðeins sex mánuðum töldu aðalhluthafar sjóðsins, G-7 þjóðirnar, að AGS væri á leið út úr lánastarfsemi sinni. Fyrir þetta haust náði aðstoð AGS til þjóða heimsins hámarki árið 2002 eða 26,6 milljarða dollara í framhaldi af því að netbólan svokallaða sprakk með víðtækum afleiðingum fyrir efnahagskerfi margra þjóða. Stærsta einstaka björgunaraðgerð sjóðsins var í september þetta ár er Brasilía fékk rúmlega 30 milljarða dollara neyðarlán. Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur veitt meir af lánum í nóvember en á síðustu fimm árum. Nema lán AGS í nóvember tæplega 42 milljörðum dollara eða um 5.500 milljörðum kr.. Aldrei áður í sögu AGS hefur verið jafmikið að gera hjá sjóðnum og í nóvember. Fyrir utan Ísland hefur sjóðurinn veitt lán til Úkraníu, Ungverjalands og Pakistan. Og í biðröðinni eftir lánum eru nú Tyrkland, Serbía, Hvítrússland og Litháen. Þar með er Austur-Evrópa í heild sinni að komast undir skjól AGS svipað og Suðaustur-Asía gerði fyrir áratug síðan. Í umfjöllun um málið á Bloomberg-fréttaveitunni segir Simon Johanson fyrrum aðalhagfræðingur AGS að það sem sé hreint ótrúlegt við þróunina nú er að fyrir aðeins sex mánuðum töldu aðalhluthafar sjóðsins, G-7 þjóðirnar, að AGS væri á leið út úr lánastarfsemi sinni. Fyrir þetta haust náði aðstoð AGS til þjóða heimsins hámarki árið 2002 eða 26,6 milljarða dollara í framhaldi af því að netbólan svokallaða sprakk með víðtækum afleiðingum fyrir efnahagskerfi margra þjóða. Stærsta einstaka björgunaraðgerð sjóðsins var í september þetta ár er Brasilía fékk rúmlega 30 milljarða dollara neyðarlán.
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira