Erlent

Rússar semja sjálfir ályktun fyrir Öryggisráðið

Rússar eru sagðir á leið frá Gori í Georgíu.
Rússar eru sagðir á leið frá Gori í Georgíu.

Rússar hafa lagt drög að ályktun fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sem tekur á ófriðnum á milli þeirra og Georgíumanna sem staðið hefur undanfarna daga. Í gær höfnuðu Rússar ályktun sem Frakkar lögðu fram í ráðinu en í henni var krafist að Rússar hyrfu tafarlaust frá Georgíu.

Að sögn Rússa byggir þeirra ályktun á vopnahléssamningnum sem undirritaður var í síðustu viku en Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra í Evrópu hafa gagnrýnt Rússa fyrir að draga herlið sitt ekki strax til baka. Rússar eru á meðal fimm þjóða sem fara með neitunarvald í öryggisráðinu.

Í morgun bárust af því fréttir að herlið þeirra hefði hafið brottflutning frá borginni Gori þar sem harðir bardagar geisuðu um tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×