Innlent

Fjölda gæludýra saknað í Hveragerði

Kötturinn á myndinni tengist ekki efni fréttarinnar.
Kötturinn á myndinni tengist ekki efni fréttarinnar.

Linda Gísladóttir, sem búsett er í Hveragerði, hafði samband við Vísi og sagði frá því að fjölda gæludýra væri saknað í bænum. Styggð hafi komið að þeim í skjálftanum í gær og að til margra þeirra hefði ekki enn spurst. „Ég er með kött á heimilinu sem lét sig hverfa um leið og skjálftinn reið yfir," segir Linda. „Hann er einn af þessum köttum sem kemur til manns um leið og maður kallar en ég hef leitað hans síðan í gærkvöldi án árangurs."

Hún beinir því til fólks sem hafði yfirgefið hús sín í gær að kanna vel hvort einhver dýr leynist þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×