Viðskipti innlent

Þrátt fyrir lækkun er verð sjávarafurða í hámarki

Verð sjávarafurða lækkaði um 0,5% í febrúar síðastliðnum frá fyrri mánuði mælt í erlendri mynt. Afurðaverð á erlendum mörkuðum er samt sem áður við sögulegt hámark og hefur hækkað um 6,1% á síðustu tólf mánuðum. Afurðaverð á flestum fisktegundum er hátt.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Glitnis. Þar segir að þessi útreikningur er byggður á nýlegum tölum Hagstofunnar á meðalverði allra tegunda sjávarafurða og á gengisbreytingum helstu gjaldmiðla.

Ytri aðstæður sjávarútvegsfyrirtækja eru blendnar um þessar mundir. Fyrirtækin tóku á sig þorskkvótaniðurskurðinn á yfirstandandi fiskveiðiári sem kom sér vitaskuld illa. Auk þess er olíuverð enn að hækka.

Segja má að hátt afurðaverð í erlendri mynt og veiking krónunnar undanfarið valdi því að afkoma sjávarútvegsfyrirtækja er góð um þessar mundir.

Gengisspá greiningar Glitnis gerir ráð fyrir nokkru sterkari krónu í lok þessa árs (gengisvísitalan 135 stig). Telur greiningin það ásættanlegt gengi fyrir sjávarútveginn






Fleiri fréttir

Sjá meira


×