Viðskipti innlent

Icelandic Group forstjórar með 90 milljónir á síðasta ári

Björgólfur Jóhannsson, fráfarandi forstjóri Icelandic Group.
Björgólfur Jóhannsson, fráfarandi forstjóri Icelandic Group.

Finnbogi A. Baldvinsson núverandi forstjóri Icelandic Group og Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri félagsins, fengu samtals rétt um 90 milljónir í laun og hlunnindi á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu félagsins sem birt var í dag.

Finnbogi fékk 44,8 milljónir í laun og hlunnindi og Björgólfur fékk 44,1. Sá síðarnefndi hætti í byrjun þessa árs og tók við forstjórastöðu hjá Icelandair.

Magnús Þorsteinsson, fráfarandi stjórnarformaður, fékk 3,3 milljónir í árslaun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×