Viðskipti innlent

Bloomberg segir vaxtahækkunina koma á óvart

Viðskiptafréttaveitan Bloomberg fjallar um stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun og segir hana hafa komið á óvart. Vitnar Bloomberg þar til þess að fimm af níu hagfræðingum sem Bloomberg spurði nýlega um málið töldu að vöxtunum yrði haldið óbreyttum. Í umfjöllun um vaxtahækkunina í morgun vitnar Bloomberg í Kristrúnu Gunnarsdóttur hagfræðing hjá Landsbankanum sem segir að þetta sé staðfesting á því að Seðlabankinn ætli að bregðast við allri hættu á aukinni verðbólgu.

Einnig er vitnað til Ásgeirs Jónssonar forstöðumanns greiningar Kaupþings sem sagði fyrir vaxtahækkunina að vegna veikingar krónunnar muni Íslendingar fá á sig verðbólguskot sem gangi hratt yfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×