Erlent

Sjö lögreglumenn myrtir í Mexíkó

Lögreglumennirnir voru myrtir skammt frá þessari veggmynd. Á henni segir: "Alda ofbeldis og blóðs".
Lögreglumennirnir voru myrtir skammt frá þessari veggmynd. Á henni segir: "Alda ofbeldis og blóðs".

Dópsmyglarar í Mexíkó myrtu í dag sjö lögreglumenn sem voru við rannsókn á smyglhring sem grunaður er um að flytja mikið magn fíkniefna frá Mexíkó til Bandaríkjanna.

Lögreglumennirnir voru að framkvæma húsleit í Culiacan þegar hópur manna hóf skothríð að þeim. Handsprengju var einnig kastað í átt að lögreglumönnunum.

Auk þeirra sjö sem létust særðust fjórir til viðbótar.

Þetta er áfall fyrir stjórnvöld í Mexíkó sem hófu mikið átak gegn dópsmyglurum í byrjun árs. 2700 lögreglumenn og hermenn voru sendir til Sinaloa fylkis í landinu en þar eru stærstu og valdamestu smyglhringirnir staðsettir.

Síðan þá hafa 1400 manns látist í átökum tengdum eiturlyfjasmyglurum. Það er meira en helmingi fleiri en í fyrra.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×