Innlent

Gistinóttum fjölgar um þrjú prósent á fyrri helmingi ársins

MYND/Páll Bergmann

Gistinóttum á hótelum á fyrri helmingi ársins fjölgaði um tæp þrjú prósent miðað við sama tíma í fyrra samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Gistinæturnar voru 585 þúsund frá upphafi árs til loka júní í ár en þær voru 569 þúsund á sama tíma í fyrra. Gistinóttunum fjölgaði um 16 prósent á Suðurlandi á þessum tíma og um tvö prósent á höfuðborgarsvæðinu en þær stóðu í stað eða fækkaði í öðrum landshlutum. Fjölgun gistinátta fyrstu sex mánuði ársins nær eingöngu til Íslendinga því gistinætur útlendinga standa í stað á milli ára.

Þegar aðeins er horft til gistinátta í júní síðastliðnum reyndust þær 156 þúsund sem er svipaður fjöldi og í júní í fyrra. Markverð aukning varð þó á milli ára á Austurlandi en þar fjölgaði gistináttum um tæp 26 prósent og á Suðurlandi fjölgaði þeim um sjö prósent. Annars staðar fækkaði þeim í júní miðað við sama mánuð í fyrra.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×