Innlent

Þjónustumiðstöð fyrir þolendur jarðskjálftanna set á fót

Frá Selfossi
Frá Selfossi

Samkvæmt tillögu dómsmálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands að sett yrði á fót tímabundin þjónustumiðstöð fyrir þolendur jarðskjálftanna í Árnessýslu. Sú ákvörðun var m.a. byggð á grein í nýjum lögum um almannavarnir.

Til að byrja með verða starfræktar tvær miðstöðvar bæði á Selfossi í Tryggvaskála við Ölfusárbrú og í Hveragerði í húsnæði Rauða krossins við Austurmörk.

Miðstöðvarnar verða opnaðar á morgun 31. maí 2008 klukkan 9:00. Til þjónustumiðstöðvarinnar geta allir leitað sem þurfa aðstoð eða leiðbeiningar vegna afleiðinga jarðskjálftanna.

Símanúmer miðstöðvarinnar á Selfossi verður 486 8638. Símanúmer miðstöðvarinnar í Hveragerði verður auglýst síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×