Sport

Örn: Fleira vont en gott

Henry Birgir Gunnarsson í Peking skrifar
Örn átti gott start í dag en náði ekki að fylgja því eftir.
Örn átti gott start í dag en náði ekki að fylgja því eftir. Mynd/Vilhelm
Örn Arnarson var vitanlega ekki sáttur við árangur sinn í 100 metra baksundi en hann var langt frá sínu besta í greininni. Hann var talsvert frá því að komast áfram í undanúrslit og varð í 35. sæti í greininni.

„Ég átti von á að komast aðeins hraðar. Það var fleira vont en gott við þetta sund og ég á eftir að sjá betur hvað gekk illa. Mun skoða það mjög vel. Mér leið annars ágætlega í sundinu en var þreyttur síðustu 15 metrana eins og gengur. Það er ljóst að ég fer ekki áfram. Ég hefði þurft að bæta Íslandsmetið aðeins til þess að það hefði gengið," sagði Örn hundsvekktur eftir að hafa verið fjarri því að ná Íslandsmeti og markmiðum sínum í sundlauginni í Peking.




Tengdar fréttir

Vonbrigði hjá Erni

Örn Arnarson náði ekki að bæta Íslandsmet sitt í 100 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Peking og á litla möguleika á að komast í undanúrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×