Ögmundi brigslað um skrök á þingi 20. desember 2008 06:00 Kristinn sagði Ögmund skrökva á Alþingi í gær. Ögmundur sagði ekki hægt að læra af Kristni að fara rétt með sannleikann. fréttablaðið/valli Við upphaf þingfundar í gær kvaddi Kristinn H. Gunnarsson, Frjálslynda flokknum, sér hljóðs vegna auglýsingar frá ASÍ og BSRB sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Í auglýsingunni, sem bar yfirskriftina Afnemum forréttindin, lýstu samtökin yfir andstöðu við frumvarp oddvita ríkisstjórnarflokkanna um breytingar á eftirlaunalögum ráðherra og þingmanna. Kristinn spurði Ögmund Jónasson, þingmann VG og formann BSRB, út í auglýsinguna og vildi vita til hvaða forréttinda væri verið að vísa. Hvort það væru réttindi BSRB-félaga fram yfir ASÍ-félaga. Í svari sínu sagði Ögmundur Kristin vera sérstakan kapítula í þingsögunni. Nú hafi hann tekið að sér að tala máli oddvita ríkisstjórnarinnar fyrir sérréttindum í lífeyrismálum. Sagði hann frumvarpið skapa þingmönnum og ráðherrum meiri réttindi er gerist almennt. Kristinn væri að reyna að reka fleyg inn í verkalýðshreyfinguna. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sjálfstæðisflokki, blandaði sér í umræðurnar og sagðist ofbjóða að launþegasamtökin blönduðu sér í umræðu um þingmál með því að birta auglýsingu í dagblaði. Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, sagði kostulegt að fylgjast með umræðunni og vildi koma á framfæri hver vilji framsóknarmanna í málinu væri. Hann stæði til að þingmenn væru í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Það væri gegnsætt og einfalt og með því væri tómt mál að tala um að þingmenn nytu sérréttinda. Kristinn hafði ekki sagt sitt síðasta og sagði það hafa dregist upp úr Ögmundi að þau forréttindi sem hann vill að verði afnumin felist í að samkvæmt frumvarpinu njóti þingmenn betri kjara en þeir sem greiði í A-deildina. Það sé hins vegar ekki rétt. „Hann veit að hann er að segja ósatt,“ sagði Kristinn og tók til við að bera saman tölur máli sínu til stuðnings. Niðurstaðan væri sú að lífeyrisgreiðslur þingmanna skertust ef þeir nytu annarra tekna um leið. Slíkt eigi ekki við um þá sem greiða í A-deildina. „Af hverju á ekki hið sama að gilda um alþingismenn að þessu leyti og alla aðra í þjóðfélaginu?“ spurði Kristinn og sagði Ögmund fara með ósannindi í þinginu tvo daga í röð. „Hann er í þeim pólitíska leik að reyna að breiða út ósannindi um kjör alþingismanna af því að hann heldur sig hafa einhvern ávinning af því að tala niður stöðu alþingismanna,“ sagði hann. Fleiri gerðu slíkt hið sama, þeir ættu að hætta því og fara að segja satt og hætta að skrökva. Ögmundur brást við með að segja margt hægt að læra af Kristni en ekki að fara rétt með sannleikann. „Það lærum við ekki af honum,“ sagði Ögmundur og vísaði þannig orðum hans á bug. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira
Við upphaf þingfundar í gær kvaddi Kristinn H. Gunnarsson, Frjálslynda flokknum, sér hljóðs vegna auglýsingar frá ASÍ og BSRB sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Í auglýsingunni, sem bar yfirskriftina Afnemum forréttindin, lýstu samtökin yfir andstöðu við frumvarp oddvita ríkisstjórnarflokkanna um breytingar á eftirlaunalögum ráðherra og þingmanna. Kristinn spurði Ögmund Jónasson, þingmann VG og formann BSRB, út í auglýsinguna og vildi vita til hvaða forréttinda væri verið að vísa. Hvort það væru réttindi BSRB-félaga fram yfir ASÍ-félaga. Í svari sínu sagði Ögmundur Kristin vera sérstakan kapítula í þingsögunni. Nú hafi hann tekið að sér að tala máli oddvita ríkisstjórnarinnar fyrir sérréttindum í lífeyrismálum. Sagði hann frumvarpið skapa þingmönnum og ráðherrum meiri réttindi er gerist almennt. Kristinn væri að reyna að reka fleyg inn í verkalýðshreyfinguna. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sjálfstæðisflokki, blandaði sér í umræðurnar og sagðist ofbjóða að launþegasamtökin blönduðu sér í umræðu um þingmál með því að birta auglýsingu í dagblaði. Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, sagði kostulegt að fylgjast með umræðunni og vildi koma á framfæri hver vilji framsóknarmanna í málinu væri. Hann stæði til að þingmenn væru í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Það væri gegnsætt og einfalt og með því væri tómt mál að tala um að þingmenn nytu sérréttinda. Kristinn hafði ekki sagt sitt síðasta og sagði það hafa dregist upp úr Ögmundi að þau forréttindi sem hann vill að verði afnumin felist í að samkvæmt frumvarpinu njóti þingmenn betri kjara en þeir sem greiði í A-deildina. Það sé hins vegar ekki rétt. „Hann veit að hann er að segja ósatt,“ sagði Kristinn og tók til við að bera saman tölur máli sínu til stuðnings. Niðurstaðan væri sú að lífeyrisgreiðslur þingmanna skertust ef þeir nytu annarra tekna um leið. Slíkt eigi ekki við um þá sem greiða í A-deildina. „Af hverju á ekki hið sama að gilda um alþingismenn að þessu leyti og alla aðra í þjóðfélaginu?“ spurði Kristinn og sagði Ögmund fara með ósannindi í þinginu tvo daga í röð. „Hann er í þeim pólitíska leik að reyna að breiða út ósannindi um kjör alþingismanna af því að hann heldur sig hafa einhvern ávinning af því að tala niður stöðu alþingismanna,“ sagði hann. Fleiri gerðu slíkt hið sama, þeir ættu að hætta því og fara að segja satt og hætta að skrökva. Ögmundur brást við með að segja margt hægt að læra af Kristni en ekki að fara rétt með sannleikann. „Það lærum við ekki af honum,“ sagði Ögmundur og vísaði þannig orðum hans á bug. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira