Erlent

Segja Rússa flytja skammdrægar flaugar til S-Ossetíu

Dmítrí Medvedev, forseti Rússlands, hélt í dag til borgarinnar Vladikavkaz, nærri landamærum Suður-Ossetíu, til þess að veita rússneskum hermönnum viðurkenningar fyrir baráttu sína við Georgíumenn síðustu vikur. Þetta er í fyrsta sinn sem forsetinn fer á átakasvæðin.

Eins og fram hefur komið sló í brýnu með Rússum og Georgíumönnum fyrir um tíu dögum eftir að Georgíumenn reyndu að kæfa árásir uppreisnarmanna í Suður-Ossetíu. Þjóðirnar féllust á friðarsamkomulag í síðustu viku sem meðal annars kvað á um að Rússar drægju herlið sitt út úr Georgíu og var búist við að þeir myndu hefja brottflutninginn í dag.

Hins vegar sagði háttsettur maður hjá Atlantshafsbandalaginu að engin merki væru um það að Rússar væru byrjaðir að draga lið sitt til baka. Þá hefur AFP-fréttastofan eftir mönnum í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að Rússar hafi flutt skammdrægar eldflaugar til Suður-Ossetíu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×