Innlent

Þjóðveginum lokað í Öxnadal

Þjóðvegurinn hefur verið lokaður í báðar áttir við Hraun í Öxnadal vegna bílslyss sem varð fyrir skömmu, samkvæmt upplýsingu frá lögreglu.

Ekki eru vitað hversu alvarlegt slysið er en lögreglan er á svæðinu. Þó er vitað að tveir bílar rákust saman, að tveir farþegar hafi verið í einum bílnum og þrír í hinum. Einn farþegi er enn fastur í öðrum bílnum.

Ákveðið var að loka þjóðveginum í báðar áttir í kjölfarið. Ekki er enn vitað hversu lengi vegurinn verður lokaður en mikil umferð hefur verið á þessum slóðum í dag, m.a. vegna Fiskidagsins mikla á Dalvík.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×