Erlent

Sóknarprestur ávíttur fyrir að ráðast á sóknarnefndarmann

Sóknarprestur í Ollerup og Kirkeby á Mið-Fjóni í Danmörku hefur fengið ávítur frá biskup fyrir að hafa ráðist á varaformann sóknarnefndarinnar, að því er virðist af litlu tilefni.

Frá þessu greinir danska blaðið Fyns Amt Avis. Þar kemur enn fremur fram að upp úr hafi soðið hjá klerknum eftir messu fyrr í sumar. Ekki mun hafa heyrst vel í prestinum í guðsþjónustunni og kvörtuðu kirkjugestir yfir því. Kippti presturinn þessu í lag með því að laga hátalara kirkjunnar.

Eftir messuna ræddu menn hvers vegna ekkert hefði heyrst í prestinum og taldi varaformaður sóknarnefndarinnar að presturinn hefði ekki kveikt á hljóðkerfinu fyrir messu. Þetta sárnaði prestinum og hrinti sóknarnefndarmanninum í gólfið án þess þó að hann hefði meiðst mikið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×