Viðskipti erlent

Fjögurra prósenta verðbólga á evrusvæðinu

Verðbólga á evrusvæðinu mældist fjögur prósent á ársgrundvelli í júní samkvæmt bráðabirgðamati Eurostat, evrópsku hagstofunnar, sem birt var í morgun.

Fram kemur í Morgunkorni greiningardeildar Glitnis að verðbólgan hafi ekki verið meiri á svæðinu í 16 ár. Verðbólgan reyndist 3,7 prósent í maí en það sem einkum leiðir hækkunina nú er hækkun olíuverðs sem hefur þrýst orkukostnaði heimilanna upp en einnig eru vísbendingar um hækkandi verðlag í þjónustugeiranum.

Bent er á í Morgunkorni að stýrivextir Seðlabanka Evrópu hafi verið fjögur prósent í heilt ár en greiningardeildin reiknar með því að þeir verði hækkaðir um 25 punkta á vaxtaákvörðunardegi á fimmtudag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×