Innlent

Allt að fjörutíu þúsund manns í Gleðigöngunni

Mikið fjölmenni er nú í miðborg Reykjavíkur en Gleðiganga Hinsegin daga hófst á Hlemmi klukkan tvö. Blíðskaparveður er í bænum og áætlar lögreglan að 30 til 40 þúsund manns hafi lagt leið sína í miðbæinn af því tilefni. Gangan þykir aldrei hafa verið glæsilegri og taka um fjörutíu atriði þátt í henni. Þetta er í tíunda sinn sem Hinsegin dagar eru haldnir í Reykjavík.









Mynd/Einar
Gangan þykir aldrei hafa verið glæsilegri og taka um fjörutíu atriði þátt í henni. Þetta er í tíunda sinn sem Hinsegin dagar eru haldnir í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×