Innlent

Með um fjörtíu pakkningar af amfetamíni innvortis

Lögreglan á Suðurnesjum telur að efnin, sem fundust í iðrum liðlega tvítugs Litháa sem handtekinn var í Leifsstöð við komuna til landsins í fyrra, sé amfetamín.

Maðurinn hefur þegar skilað um 20 pakkningum en fimmtán pakkningar hið minnsta eru enn eftir í iðrum hans. Ekki liggur fyrir hversu mikið af amfetamíni er um að ræða. Að sögn lögreglu er hann undir stöðugu eftirliti lögreglu og læknis. Litháinn var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til fimmtánda ágúst.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×