Innlent

Mannbjörg þegar trilla sökk

Lítil trilla sökk á Skagafirði um miðnætti í nótt. Einn maður var um borð og hann komst í björgunarbát. Þegar aðstandendur mannsins höfðu ekkert frá honum heyrt um klukkan þrjú í nótt var farið að óttast um hann, en hann ætlaði að koma í höfn á Sauðárkróki klukkan eitt.

Björgunarsveitir voru kallaðar út og þyrla var í viðbragðsstöð. Maðurinn fannst í björgunarbátnum um klukkan hálf fimm, en þá var hann skammt frá Þórðarhöfða. Hann var orðinn nokkuð þrekaður, því litlu munaði að hann færi upp í stórgrýtta fjöru við á Þórðarhöfða og þurfti því að róa af kappi til þess að komast hjá því.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×