Grænlendingar veiða bandaríska fjárfesta Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. maí 2008 04:45 Hlýnun jarðar felur í sér möguleika til aukinnar jarðvinnslu og leitarskilyrði batna á Grænlandi eftir því sem jöklar hopa. Þetta er meðal þess sem Grænlendingar benda fjárfestum á þessa dagana. Í nýlegum leiðara stórblaðsins The Times er fjallað um að Grænland kunni þegar fram líða stundir að vega þungt í heimshagkerfinu og þeirri spurningu velt upp hvort landið, fái það sjálfstæði, halli sér fremur að Evrópu eða Bandaríkjunum. Tilefni þessara vangaveltna er nýleg ferð forsvarsmanna Greenland Venture, fjárfestingarfélags grænlensku heimastjórnarinnar, til fundar við fjárfesta í Bandaríkjunum. Í danska blaðinu Berlingske Tidende er fjallað um breytingar í Grænlandi og bent á að í nóvember verði þar í landi kosið um sjálfstæði. Vinna við að gera Grænland minna háð Danmörku sé hins vegar löngu hafin. Í Bandaríkjunum var mestu púðri eytt í að kynna ferðamanna- og hótelverkefni undir heitinu Igloo Mountain Resort, en um leið er leitað félaga til samstarfs í margvíslegum iðnaði. Nýjustu fregnir herma til dæmis að auknar líkur séu á að Alcoa byggi risaálver í Maniitsoq í Grænlandi. Að auki sjá Grænlendingar tækifæri í hlýnun jarðar því með bráðnun jökla vænkast hagur þeirra sem kunna að vinna þar úr jörðu olíu og gas, auk verðmætra málma á borð við gull, platínu, demanta, blý, sink og kol. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við eðlisfræðiskor raunvísindadeildar Háskola Íslands, segir Grænland og Ísland ólík hvað varðar tækifæri tengd hlýnun jarðar. „Á Grænlandi er berg sem er frá því að vera sextíu milljóna ára gamalt hérna næst okkur upp í að vera fjögurra milljarða ára gamalt. Þvess vegna eru allar líkur á að töluvert sé af málmum og slíku í Grænlandi. Og eftir því sem jökulinn leysir og hann minnkar batna aðstæður við námavinnsluna. En hér búum við í mjög ungu landi og því nánast útilokað að í landgrunni Íslands geti til dæmis fundist olía í því magni að skipti nokkru einasta máli,“ segir hann. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Í nýlegum leiðara stórblaðsins The Times er fjallað um að Grænland kunni þegar fram líða stundir að vega þungt í heimshagkerfinu og þeirri spurningu velt upp hvort landið, fái það sjálfstæði, halli sér fremur að Evrópu eða Bandaríkjunum. Tilefni þessara vangaveltna er nýleg ferð forsvarsmanna Greenland Venture, fjárfestingarfélags grænlensku heimastjórnarinnar, til fundar við fjárfesta í Bandaríkjunum. Í danska blaðinu Berlingske Tidende er fjallað um breytingar í Grænlandi og bent á að í nóvember verði þar í landi kosið um sjálfstæði. Vinna við að gera Grænland minna háð Danmörku sé hins vegar löngu hafin. Í Bandaríkjunum var mestu púðri eytt í að kynna ferðamanna- og hótelverkefni undir heitinu Igloo Mountain Resort, en um leið er leitað félaga til samstarfs í margvíslegum iðnaði. Nýjustu fregnir herma til dæmis að auknar líkur séu á að Alcoa byggi risaálver í Maniitsoq í Grænlandi. Að auki sjá Grænlendingar tækifæri í hlýnun jarðar því með bráðnun jökla vænkast hagur þeirra sem kunna að vinna þar úr jörðu olíu og gas, auk verðmætra málma á borð við gull, platínu, demanta, blý, sink og kol. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við eðlisfræðiskor raunvísindadeildar Háskola Íslands, segir Grænland og Ísland ólík hvað varðar tækifæri tengd hlýnun jarðar. „Á Grænlandi er berg sem er frá því að vera sextíu milljóna ára gamalt hérna næst okkur upp í að vera fjögurra milljarða ára gamalt. Þvess vegna eru allar líkur á að töluvert sé af málmum og slíku í Grænlandi. Og eftir því sem jökulinn leysir og hann minnkar batna aðstæður við námavinnsluna. En hér búum við í mjög ungu landi og því nánast útilokað að í landgrunni Íslands geti til dæmis fundist olía í því magni að skipti nokkru einasta máli,“ segir hann.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira