Viðskipti innlent

S&P lækkar lánshæfismat íslenska ríkisins

Matsfyrirtækið Standard og Poor´s lækkaði enn lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins í gærkvöldi. Fyrirtækið lækkaði lánshæfismatið líka eftir að ríkið ákvað að yfirtaka Glitni.

Ekki liggur fyrir hvort lækkunina núna megi eingöngu rekja til neyðarlaganna, eða að hluta til þess að krónan féll um liðlega ellefu og hálft prósent í gær. Eftir það fall kostar Evran rúmar 172 kónur, Pundið 222 krónur og Dollar röskar 127 krónur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×