Staða Kubica vonlítil í titilslagnum 18. október 2008 13:12 Robert Kubica telur litlar líkur á því að hann nái að skáka Hamilton og Massa í titilslagnum. Mynd: Getty Images Staða Robert Kubica í stigamótinu í Formúlu 1 er harla vonlítill eftir tímatökuna í morgun. Hann náð aðeins tólfta besta tíma, en var færður upp um eitt sæti á ráslínu, eftir að Mark Webber var færður niður um tíu sæti vegna vélaskipta. Kubica er 12 stigum á eftir Lewis Hamilton í stigamótinu og 7 stigum á eftir Felipe Massa. Hámarksstig út úr mótunum tveimur eru 20 stig fyrir sigur og það verður því þungur róður fyrir Kubica að sækja á toppmennina tvo í ljósi stöðunnar á ráslínu. Kubica hefur verið í vandræðum með bíl sinn alla helgina og náði honum ekki góðum fyrir lokaumferð tímatökunnar. "Ég er alls ekki í góðum málum. En ég hef séð það verra. Verst er að ég get ekki breytt bílnum núna, það er ekki leyfilegt", sagði Kubica. "Ég mun reyna að ná í sem flest stig, en það er nánast borinn von að ég geti náði í 13 stig í tveimur mótum úr þessu. En í heildina litið er ég ánægður með gang mála hjá BMW í mótum ársins. Ég hef gert mistök sem kostuðu dýrmæt stig og ég var stundum óheppinn með innkomu öryggisbílsins. Um tíma fannst mér vanta meiri þróunarvinnu hjá BMW, en ég var allavega að slást um titilinn. Svo er þetta nú ekki alveg búið ennþá", sagði Kubica. Sjá nánar um mótið sem verður í beinni útsendingu kl. 06.30 á sunnudagsmorgun á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá. Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Staða Robert Kubica í stigamótinu í Formúlu 1 er harla vonlítill eftir tímatökuna í morgun. Hann náð aðeins tólfta besta tíma, en var færður upp um eitt sæti á ráslínu, eftir að Mark Webber var færður niður um tíu sæti vegna vélaskipta. Kubica er 12 stigum á eftir Lewis Hamilton í stigamótinu og 7 stigum á eftir Felipe Massa. Hámarksstig út úr mótunum tveimur eru 20 stig fyrir sigur og það verður því þungur róður fyrir Kubica að sækja á toppmennina tvo í ljósi stöðunnar á ráslínu. Kubica hefur verið í vandræðum með bíl sinn alla helgina og náði honum ekki góðum fyrir lokaumferð tímatökunnar. "Ég er alls ekki í góðum málum. En ég hef séð það verra. Verst er að ég get ekki breytt bílnum núna, það er ekki leyfilegt", sagði Kubica. "Ég mun reyna að ná í sem flest stig, en það er nánast borinn von að ég geti náði í 13 stig í tveimur mótum úr þessu. En í heildina litið er ég ánægður með gang mála hjá BMW í mótum ársins. Ég hef gert mistök sem kostuðu dýrmæt stig og ég var stundum óheppinn með innkomu öryggisbílsins. Um tíma fannst mér vanta meiri þróunarvinnu hjá BMW, en ég var allavega að slást um titilinn. Svo er þetta nú ekki alveg búið ennþá", sagði Kubica. Sjá nánar um mótið sem verður í beinni útsendingu kl. 06.30 á sunnudagsmorgun á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá.
Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira