Erlent

Segir grófa misnotkun að beita hryðjuverkalögunum gegn Íslandi

Fyrrverandi ráðgjafi Margrétar Thatcher sagði á Sky-sjónvarpsstöðinni í dag að það hafi verið gróf misnotkun á hryðjuverkalögunum að beita þeim gegn Íslandi.

Auk þess að vera ráðgjafi Margrétar Thatcher frá 1977 til 1979 var Michael Dobbs sérlegur ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar á árunum 1981 til 1986. Eftir það var hann starfsmannastjóri breska Íhaldsflokksins í tvö ár og var þá kallaður morðinginn með barnsandlitið. Dobbs ræddi í morgun við Adam Boulton, stjórnmálafréttamann Sky-fréttastofunnar um deilur Breta og Íslendinga vegna Icesave.

„Hér er fjármálakreppa og hverju beitir Gordon Brown gegn litla Íslandi? Hryðjuverkalögunum," sagði Dobbs. „Þetta er þorskastríðið hans. Ég man eftir þorskastríðinu árið 1975. Þá gerðu Íslendingar hluti sem okkur líkuðu ekki og við gerðum hluti sem þeim líkuðu ekki. Stóra Bretland taldi sig þá geta sópað litla Íslandi til hliðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×