Erlent

Gordon Brown dregur í land

Forsætisráðuneyti Gordons Brown hefur sent sendiherra Íslands í Bretlandi bréf þar sem dregið er í land frá digrbarkalegum yfirlýsingum ráðherrans í liðinni viku. Vopnuð lögregla sveimar í kringum sendiráðið vegna hótana.

Það hefur mætt mikið á sendiráðsstarfsmönnum í Lundúnum en í kvöld barst viðurkenning frá Downing-stræti á því að Gordon Brown hefði hlaupið á sig í síðustu viku. Nú er verið að draga í land. Í yfirlýsingunni segir að eignafrystingin sem gerð er á grundvelli hryðjuverkalaga eigi eingöngu við um Landsbankann, ekki um önnur fyrirtæki í eigu Íslendinga í Bretlandi.

Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra Íslands í Lundúnum, segir að visslulega sé verið að draga í land. Þá segist hann aldrei hafa lent í öðru eins og þegar holskefla símhringina skall á sendiráðinu og reiðir Bretar helltu úr skálum reiði sinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×