Erlent

Hengdir fyrir að ganga af trúnni

Óli Tynes skrifar

Íranska þingið hefur samþykkt ný lög um að dauðarefsing liggur við því að skipta um trú þar í landi. Umheimurinn hefur að mestu leitt þetta hjá sér.

Lögin um dauðarefsingu fyrir að ganga af múslimatrú gildir aðeins fyrir karlmenn. Konur eru dæmdar í lífstíðar fangelsi.

Yfirgnæfandi þingmeirihluti var fyrir hinum nýju lögum. Eitthundrað níutíu og sex greiddu atkvæði með þeim en aðeins sjö voru á móti.

Lögin eru auðvitað gróft brot á grundvallarmannréttindum. Trúfrelsi er talið meðal grundvallarréttinda í öllum heimsins mannréttindastáttmálum.

Viðbrögð við þessum lögum hafa verið ótrúlega lítil bæði heima og erlendis. Eini nafnkunni stjórnmálamaðurinn sem hefur fordæmt þau er David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands.

Bæði Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar hafa þagað þunnu hljóði.

Ástæðuna fyrir þessum nýju lögum má rekja til mikillar fjölgunar manna sem snúast til kristinnar trúar. Þeir eru nú orðnir um tíuþúsund í landinu.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×