Sport

Glæsilegt heimsmet hjá bandarísku sveitinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bandaríska sveitin fagnar hér gullinu í nótt.
Bandaríska sveitin fagnar hér gullinu í nótt. Nordic Photos / AFP

Bandaríska sveitin í 4x100 metra skriðsundi setti glæsilegt heimsmet í greininni í nótt er Michael Phelps vann til sinna annarra gullverðlauna á leikunum.

Sveitin átti í hörkukeppni við frönsku sveitina og máttu litlu muna í lokin. Á endanum bætti bandaríska sveitin heimsmetið um 3,99 sekúndur en fyrstu fimm sveitirnar syntu allar undir gamla heimsmetstímanum. Þær voru Bandaríkin, Frakkland, Ástralía, Ítalía og Svíþjóð.

Eamon Sullivan frá Ástralíu gerði sér lítið fyrir og bætti heimsmetið í 100 metra skriðsundi í boðsundinu með því að synda á 47,24 sekúndum.

Bandarísku sveitina skipuðu Michael Phelps, Garret Weber-Gale, Cullen Jones og Jason Lezak.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×