Innlent

Ólafur sagður genginn í Frjálslynda flokkinn

Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, er genginn í Frjálslynda flokkinn á ný. Frá þessu er greint á heimasíðu flokksins og vitnað til áreiðanlegra heimilda.

Ólafur mun hafa skilað inn umsókn um inngöngu í flokkinn í dag með formlegum hætti. Ólafur greindi frá því í síðustu viku að hann vildi ganga á ný til liðs við frjálslynda sem hann leiddi í síðustu sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík. Sagðist hann þá hafa rætt málið við formanninn Guðjón Arnar Kristjánsson sem hefði stutt ákvörðunina.

Lýsti Ólafur yfir vilja til að leiða flokkinn í næstu kosningum en eftir því sem Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, greindi frá á heimasíðu sinni hefur Ólafur ekki fengið nein vilyrði um sérstaka stöðu innan flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×