Viðskipti innlent

Níu mánaða hagnaður Alfesca nam 4,1 milljarði kr.

Hagnaður Alfesca á fyrstu níu mánuðum þessa reikningsárs nam 4,1 milljarði kr. Í tilkynningu um upgjörið segir að um 32,5% aukingu sé að ræða miðað við árið á undan.

Xavier Govare forstjóri Alfesca segir að afkoman sé viðunandi þegar tekið er tillit til erfiðra markaðsaðstæðna og sýni afkoman styrk viðskiptamódels félagsins.

Xavier nefnir að hækkanir á hrávöruverði á síðustu mánuðum hafi haft umtalsverð áhrif á kostnað félagsins. Einnig nefnir hann að veiking pundsins gagnvart evrunni hafi haft áhrif á afkomuna í Bretlandi.

Miðað við þetta segir Xavier að afkoman fyrstu níu mánuði reikningsársins sé hughreystandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×