Móðir geymdi barn sitt inn í skáp til sjö ára aldurs Nanna Hlín skrifar 11. ágúst 2008 15:07 Danielle hefur líklega búið í umhverfi sem þessu á Flórída. Mynd/Getty Nýverið kom fram í bandarískum fjölmiðlum harmræn saga stúlku sem fannst sjö ára gömul liggjandi inn í skáp í bleyju í eigin úrgangi. Stúlkan var sem nýfætt barn, brást ekki við snertingu né samskiptum við annað fólk og var með öllu ótalandi. Stúlkan hafði ekkert þroskast þrátt fyrir að vera orðin sjö ára gömul. Var það vegna algerrar vanrækslu móður hennar sem geymdi hana inn í skáp og sinnti henni ekki nema rétt svo til að halda henni á lífi. Heitir stúlkan Danielle Crockett og fannst hún fyrir þremur árum í Plant City á Flórida. Tvisvar hafði verið kvartað til barndaverndaryfirvalda um að Michelle, móðir Danielle, væri ekki að sinna dóttur sinni en ekkert var aðhafst jafnvel þótt farið hefði verið á heimili Danielle. Þvag og saur á víð og dreifÍ þriðja skiptið sem lögreglan kom á heimilið voru aðstæður slíkar að Danielle var tafarlaust flutt á brott á næsta spítala. Þegar þeir komu að húsinu sáu þeir barnaverndarfulltrúann grátandi í bíl fyrir utan eftir að hafa hlaupið út úr húsinu.Þegar lögreglumennirnir gengu inn blasti við þeim sú versta sýn sem þeir höfðu séð á sínum lögregluferli. Þvag og saur úr mönnum og dýrum var á víð og dreif í húsinu. Gluggatjöldin voru rifin og gul af sígarettureyk. Megn óþefur var í húsinu. Rusl var á víð og dreif og mergð af kakkalökum skaust um allt.Stúlkan fannst inn í skáp sem hægt var að ganga inn í. Þar lá hún á gólfinu í fóstursstellingu á rifinni, myglaðri dýnu, grindhoruð og beinaber af vannæringu. Hár hennar var lúsugt og grútskítugt og skinn hennar útbitið. Þótt hún liti út fyrir að vera nógu gömul til að ganga í skóla lá hún þarna allsnakin fyrir utan bleyju. Staflar af bleyjum lágu allt í kringum hana. Hún var umkringd sínum eigin saur og skordýrum.Lögreglumennirnir fóru með hana beint á spítala þar sem hlúð var að henni. Móðir hennar sem var heima við staðhæfði að hún hefði gert allt sem í hennar valdi stóð. Á spítalanum kom í ljós að ekkert annað amaði að henni nema vannæring, annars væri hún líkamlega fullkomlega heilbrigð. Skortur á umönnun hefði hins vegar valdið henni áunninni einhverfu og gott betur en það, hún var fullkomlega ófær að bregðast við mannlegri snertingu. Hægur en góður batiNú þremur árum seinna hefur Danielle verið ættleidd af hjónum sem eiga einn strák fyrir á svipuðum aldri og hún. Þessi sjö ára vanræksla mun hafa varanleg áhrif á Danielle, til að mynda mun hún líklegast aldrei læra að tala fullkomlega.Bati hennar á þessum þremur árum hefur verið hægur en góður, hún er farin að bregðast við öðru fólki og skilja það, sýna tilfinningar, skilja og hefur náð einhverjum tökum á látbragði til þess að tjá sig.Nýja fjölskylda Danielle reynir að einblína á framtíðina. Þau reyna að hugsa ekki um móðir hennar né þá vanrækslu sem hún þurfti að þola heldur líta svo á að hún hafi fæðst daginn sem hún kom til þeirra.Móðirin hennar reyndi að berjast fyrir forræði yfir dóttur sinni en kaus frekar að bjarga eigin skinni og fá minni fangelsisdóm fyrir vanræksluna en að halda fast í forræðið. Henni finnst ósanngjarnt að dóttir hennar hafi verið tekin af sér og dóttur sína hafa talað, það hafi bara enginn heyrt það nema hún.Mál þetta fékk enga umfjöllun í fjölmiðlum þegar Danielle fannst en saga hennar hefur nú fengið greinagóða umfjöllun á vefsíðu St. Petersburg Times. Söguna í heild sinni má lesa hér. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Nýverið kom fram í bandarískum fjölmiðlum harmræn saga stúlku sem fannst sjö ára gömul liggjandi inn í skáp í bleyju í eigin úrgangi. Stúlkan var sem nýfætt barn, brást ekki við snertingu né samskiptum við annað fólk og var með öllu ótalandi. Stúlkan hafði ekkert þroskast þrátt fyrir að vera orðin sjö ára gömul. Var það vegna algerrar vanrækslu móður hennar sem geymdi hana inn í skáp og sinnti henni ekki nema rétt svo til að halda henni á lífi. Heitir stúlkan Danielle Crockett og fannst hún fyrir þremur árum í Plant City á Flórida. Tvisvar hafði verið kvartað til barndaverndaryfirvalda um að Michelle, móðir Danielle, væri ekki að sinna dóttur sinni en ekkert var aðhafst jafnvel þótt farið hefði verið á heimili Danielle. Þvag og saur á víð og dreifÍ þriðja skiptið sem lögreglan kom á heimilið voru aðstæður slíkar að Danielle var tafarlaust flutt á brott á næsta spítala. Þegar þeir komu að húsinu sáu þeir barnaverndarfulltrúann grátandi í bíl fyrir utan eftir að hafa hlaupið út úr húsinu.Þegar lögreglumennirnir gengu inn blasti við þeim sú versta sýn sem þeir höfðu séð á sínum lögregluferli. Þvag og saur úr mönnum og dýrum var á víð og dreif í húsinu. Gluggatjöldin voru rifin og gul af sígarettureyk. Megn óþefur var í húsinu. Rusl var á víð og dreif og mergð af kakkalökum skaust um allt.Stúlkan fannst inn í skáp sem hægt var að ganga inn í. Þar lá hún á gólfinu í fóstursstellingu á rifinni, myglaðri dýnu, grindhoruð og beinaber af vannæringu. Hár hennar var lúsugt og grútskítugt og skinn hennar útbitið. Þótt hún liti út fyrir að vera nógu gömul til að ganga í skóla lá hún þarna allsnakin fyrir utan bleyju. Staflar af bleyjum lágu allt í kringum hana. Hún var umkringd sínum eigin saur og skordýrum.Lögreglumennirnir fóru með hana beint á spítala þar sem hlúð var að henni. Móðir hennar sem var heima við staðhæfði að hún hefði gert allt sem í hennar valdi stóð. Á spítalanum kom í ljós að ekkert annað amaði að henni nema vannæring, annars væri hún líkamlega fullkomlega heilbrigð. Skortur á umönnun hefði hins vegar valdið henni áunninni einhverfu og gott betur en það, hún var fullkomlega ófær að bregðast við mannlegri snertingu. Hægur en góður batiNú þremur árum seinna hefur Danielle verið ættleidd af hjónum sem eiga einn strák fyrir á svipuðum aldri og hún. Þessi sjö ára vanræksla mun hafa varanleg áhrif á Danielle, til að mynda mun hún líklegast aldrei læra að tala fullkomlega.Bati hennar á þessum þremur árum hefur verið hægur en góður, hún er farin að bregðast við öðru fólki og skilja það, sýna tilfinningar, skilja og hefur náð einhverjum tökum á látbragði til þess að tjá sig.Nýja fjölskylda Danielle reynir að einblína á framtíðina. Þau reyna að hugsa ekki um móðir hennar né þá vanrækslu sem hún þurfti að þola heldur líta svo á að hún hafi fæðst daginn sem hún kom til þeirra.Móðirin hennar reyndi að berjast fyrir forræði yfir dóttur sinni en kaus frekar að bjarga eigin skinni og fá minni fangelsisdóm fyrir vanræksluna en að halda fast í forræðið. Henni finnst ósanngjarnt að dóttir hennar hafi verið tekin af sér og dóttur sína hafa talað, það hafi bara enginn heyrt það nema hún.Mál þetta fékk enga umfjöllun í fjölmiðlum þegar Danielle fannst en saga hennar hefur nú fengið greinagóða umfjöllun á vefsíðu St. Petersburg Times. Söguna í heild sinni má lesa hér.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira