Viðskipti innlent

Nærri fimmtugshækkun í Kauphöllinni frá páskum

Þórður Friðjónsson er forstjóri Kauphallarinnar.
Þórður Friðjónsson er forstjóri Kauphallarinnar. MYND/GVA

Töluverður viðsnúningur hefur orðið á þróun hlutabréfaverðs frá páskum en samkvæmt hálffimmfréttum Kaupþings hefur úrvalsvísitalan hækkað um rúm 18 prósent á þeim tíma. Náði vísitalan sínu lægsta gildi í um tvö og hálft ár í kringum páska. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,7 prósent í dag og endaði í 5.393 stigum.

Greiningardeild Kaupþings bendir á að viðsnúningur á hlutabréfamarkaði hafi haldist í hendur við mikla styrkingu krónunnar sem hefur styrkst um 7,7 prósent frá páskum. „Hlutabréf og krónan hafa viðleitni til að fylgjast nokkuð að enda ræðst verðlagningin í báðum tilvikum m.a. af horfum fyrir íslenska fjármálamarkaðinn og hagkerfið í heild. Þá er skýringa einnig að leita í hækkun á erlendum hlutabréfamörkuðum sem hafa smitast yfir á þann íslenska. Félög sem eru að hluta til í eigu íslenskra fjárfesta og fjármálafyrirtækja hafa rétt úr kútnum og endurspeglar það að einhverju leyti þróunina heima fyrir,“ segir greiningardeildin.

Þá segja Kaupþingsmenn að margir muni horfa til stýrivaxtaákvörðunar Seðlabankans í vikunni sem gæti haft töluverð áhrif á gang fjármálamarkaðarins á næstunni. „Styrking krónunnar upp á síðkastið endurspeglar að einhverju leyti væntingar fjárfesta um að Seðlabankinn grípi til aðgerða til að bæta seljanleika á gjaldeyrismarkaði. Greiningardeild hefur áður bent á að vandamál krónunnar sé ekki að stýrivextir séu of lágir heldur skortur á seljanleika á gjaldeyrismarkaði. Því gerir deildin ráð fyrir að Seðlabankinn leggi áherslu á aðgerðir til að bregðast við þeim vanda en haldi stýrivöxtum óbreyttum í 15%."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×