Handbolti

Jafnt hjá Val og Stjörnunni

Roland Eradze átti frábæran leik í marki Stjörnunnar.
Roland Eradze átti frábæran leik í marki Stjörnunnar.

Valur og Stjarnan skildu jöfn, 20-20, í N1 deild karla í handbbolta í dag. Leikurinn var tíðindalítill og þótti markavarsla Rolands Eradze í Stjörnumarkinu standa uppúr.

Eradze varði 21 skot í leiknum og hélt sínum mönnum uppi. Björgvin Hólmgeirsson var markahæstur Stjörnumanna með fimm mörk og Heimir Örn Árnason skoraði fjögur. Baldvin Þorsteinsson skoraði flest mörk Vals eða sex talsins og þeir Fannar Friðgeirsson og Elvar Friðriksson skoruðu þrjú mörk hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×