Viðskipti innlent

Pósturinn og innovit handsala samning um nýsköpun

Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Innovit og Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, undirrita samninginn.
Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Innovit og Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, undirrita samninginn.

Pósturinn og Innovit undirrituðu í dag samning um stuðning við nýsköpun á háskólastigi. Samningurinn er tvíþættur.

Hann felur annars vegar í sér að Pósturinn er einn af styrktar og samstarfsaðilum Frumkvöðlakeppni Innovit 2008. Hins vegar felur samningurinn í sér að þverfaglegur hópur háskólanema mun vinna viðamikið nýsköpunarverkefni sem snýr að framtíðarviðskiptaþróun hjá Póstinum.

„Frumkvöðlakeppni Innovit er keppni í gerð viðskiptaáætlana sem nú er haldin í fyrsta sinn fyrir íslenska háskólanemendur að erlendri fyrirmynd. Nú eru 18 viðskiptahugmyndir komnar í undanúrslit en yfir 100 viðskiptahugmyndir voru skráðar til leiks í fyrsta áfanga keppninnar. Í keppninni er lögð megináhersla á að þjálfa upp frumkvöðla og framtíðarstjórnendur íslenskra fyrirtækja úr röðum háskólamenntaðs fólks, en á meðan keppni stendur bjóðast keppendum námskeið og ráðgjöf frá starfsmönnum Innovit," segir í tilkynningu frá Innovit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×